þriðjudagur, september 13, 2005

Ég er'ann!

Ég hef verið klukkuð af henni Söndruðu og skulda víst fimm random staðhæfingar um sjálfa mig:

1. Ég nota skó nr. 39, á örugglega 20 pör... en finnst samt best að vera berfætt.

2. Uppáhalds rauðvínið mitt í heiminum heitir Lindemans Cawarra... mmmmmmm! -Veit samt ekki til þess að það fáist á íslandi.

3. Ég drekk tvo lítra af vatni á hverjum degi, en drekk aldrei vatn með mat.

4. Fyrstu skíðin mín voru fullorðinsskíði sem pabbi sagaði aftanaf. Þau voru úr tré og með leðurbindingum og pabbi nuddaði kertavaxi undir þau til að þau rynnu betur! Fyrstu skautarnir mínir voru líka með tvöföldum járnum.

5. Mig dreymir um að eignast Dodge Durango... en ég myndi aldrei tíma að kaupa bensín á hann.

Ég ætla að klukka Rósu, Ásdísi, Gurrý, Jóhönnu og Kollý. Þið eruð'ann!


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

humm hvernig virkar þetta? skrifa ég á minni síðu ???

eva sagði...

Jább, skrifar á þinni síðu. Neibb, ekki sömu spurningunum, bara 5 staðreyndir sem þér dettur í hug um sjálfa þig. Og ekki gleyma að 'klukka' fimm bloggara þegar það er búið :)