fimmtudagur, september 08, 2005

Brandari

Í Þykkvabænum
Gamall maður bjó einn í Þykkvabænum. Hann langaði til þess
að stinga upp kartöflugarðinn en það var of mikil
erfiðisvinna fyrir hann. Sonur hans, Bubbi, var sá sem
hjálpaði honum venjulega en Bubbi sat á Hrauninu. Gamli
skrifaði honum bréf og sagði honum frá vandræðum sínum:

"Elsku Bubbi minn. Mér líður hálf-illa því það lítur út
fyrir að ég geti ekki sett neinar kartöflur niður í garðinn
þetta árið. Ég er að verða of gamall til þess að stinga upp
beðin. Ef þú værir hérna ætti ég ekki í neinum vandræðum
því ég veit að þú mundir stinga upp beðin fyrir mig. Áttu
von á helgarleyfi bráðlega?
Kær kveðja elsku sonur, pabbi."

Eftir örfáa daga, fékk hann bréf frá syni sínum:
"Elsku Pabbi Í GUÐANNA BÆNUM EKKI STINGA UPP GARÐINN!
Ég gróf dópið og byssurnar þar!
Þinn Bubbi. "

Í birtingu morguninn eftir komu hópar lögregluþjóna frá
embætti Ríkislögreglustjóra og Selfosslögreglunni og
umbyltu öllum beðunum, en fundu hvorki dóp né byssur. Þeir
báðu gamla manninn afsökunar og hurfu á braut.

Sama daginn fékk hann annað bréf frá syninum:
Elsku pabbi. Við núverandi aðstæður gat ég ekki gert betur.

Þinn elskandi sonur Bubbi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessa sögu hef ég séð frá mismunandi löndum, jafnvel af Palestínskum syni í fangelsi í Ísrael :) en ég held að upphaflega sagan sé nú frá Írlandi og bretarnir fengu að stinga upp kartöflugarðinn ;)

Kveðja, Gurrý