föstudagur, janúar 31, 2003
Það eru fæddir kanínuungar. Reyndar eru þeir nú orðnir þriggja vikna gamlir sem sýnir að maður verður víst seint góður fréttamaður. Allavega, þessar kanínur sem áttu báðar að vera kvenkyns fóru fyrir jólin að haga sér frekar undarlega (miðað við að vera báðar stelpur). Við höfðum nú ekki hugsað okkur að fara að fylla allt af þessum annars skemmtilegu dýrum svo ég pantaði tíma fyrir karlinn í "klippingu". Á meðan hann var í aðgerðinni fæddust semsagt tveir (hefði getað verið verra, þetta eru jú kanínur) ungar. Báðir kolsvartir, þó foreldrarnir séu gulur/hvítur og grá/hvít. Karlinn fór eitthvað að röfla um DNA test og ætlaði að neita að borga meðlagið en kerla hlustaði ekkert á hann. Ungarnir hafa svo fengið nöfnin Ljótur og Ógisslega Ljótur af augljósum ástæðum (svona tímabundið).
sunnudagur, janúar 12, 2003
Váts, það er bara komið nýtt ár. Það var nú svosem kominn tími til... samkvæmt almanakinu allavega. Vitiði hvað ég var að fatta? Í gær var akkúrat hálft ár í "the big 3-0"! Þá skal sko verða fjör :) Annars er maður nú bara sallarólegur yfir þessu og engin tilvistarkreppa farin að gera vart við sig ennþá (eins og hjá sumum sem ég þekki, hehe).
En hvað er nú að frétta síðan síðast... útskriftin 1. des fór vel fram og nú er maður orðinn junior hairstylist. Þá kemur biðin eftir atvinnuleyfinu svo maður geti farið að slá og raka. Við Júlía skruppum til Íslands fyrir jólin og skemmtum okkur og öðrum vel held ég bara. Júlía lærði að meta skyr og vildi helst ekkert annað borða. Og horfði á litlu lirfuna ljótu fimmþúsundogsjö sinnum eða svo.
Svo komu jólin og snjórinn og meiri snjór og svo kom smá meiri snjór og svo kom fullt af snjó og nú er eiginlega bara allt á kafi í snjó! Og á meðan er tíu stiga hiti á Íslandi og trén farin að bruma. Hmph! Til hvers var maður eiginlega að flytja til útlanda?! ...en þá hugsar maður bara um sumarið og sólina því ekkert okkar vildi skipta á hlýjunni í Kanödu fyrir íslensk rigningarsumar. Nej tak.
En hvað er nú að frétta síðan síðast... útskriftin 1. des fór vel fram og nú er maður orðinn junior hairstylist. Þá kemur biðin eftir atvinnuleyfinu svo maður geti farið að slá og raka. Við Júlía skruppum til Íslands fyrir jólin og skemmtum okkur og öðrum vel held ég bara. Júlía lærði að meta skyr og vildi helst ekkert annað borða. Og horfði á litlu lirfuna ljótu fimmþúsundogsjö sinnum eða svo.
Svo komu jólin og snjórinn og meiri snjór og svo kom smá meiri snjór og svo kom fullt af snjó og nú er eiginlega bara allt á kafi í snjó! Og á meðan er tíu stiga hiti á Íslandi og trén farin að bruma. Hmph! Til hvers var maður eiginlega að flytja til útlanda?! ...en þá hugsar maður bara um sumarið og sólina því ekkert okkar vildi skipta á hlýjunni í Kanödu fyrir íslensk rigningarsumar. Nej tak.