sunnudagur, apríl 20, 2003

Jæja, þá er búið að naga utanaf málsháttunum. Þeir voru svohljóðandi:

Erna Sif: Flýtur meðan að ekki sekkur
Selma: Flestallt hefur fyrst verið lítið
Júlía: Fleira er gleði en fébætur einar
Eva: Hverjum þykir sinn fugl fagur
Ég held að Geiri hafi étið sinn...!

Annars minnti málshátturinn minn mig á þegar ég var lítil stelpa og pabbi var eitthvað að segja hvað ég væri sæt... og bætti svo við; hverjum þykir sinn fugl fagur, þó hann sé bæði ljótur og magur...! :D



laugardagur, apríl 19, 2003

Þaaaað er komið sumaaaaar, sól í heiði skííííín... haldnénú! Svo eru páskeggar á morgun. Við fengum samtals átta páskaegg frá Íslandi, þrjú heil og fimm í maski. Stelpurnar fá þó hver sitt egg, svo verður hitt bara tekið í nefið :)
Geiri er í útlegð einu sinni enn, fór til Averöy í Noregi (It's not the end of the World, but you can see it from there). Þetta er sumsé eyja rétt fyrir utan Kristianssund og er víst lítið hægt að gera sér til dundurs þegar maður er ekki að vinna... engir pöbbar, engir skemmtistaðir, ekki hægt að fara í pool eða keilu og ekki svo mikið sem einn veitingastaður! (Hverjum datt eiginlega í hug að planta höfuðstöðvum Maritech á þennan stað?!) Svo það er líklega löng vika framundan hjá þeim félögum.
En við stelpurnar hyggjumst njóta páskanna í súkkulaðiáti og fleiru skemmtilegu.
Svo... Gleðilega Páskegga!