föstudagur, nóvember 14, 2003

Mjólk er góð

Rakst á þessa snilldar frétt á mbl.is í morgun:

"Íslenskar kýr hafa lengstu spenana á Norðurlöndum eftir því sem fram kemur á heimasíðu Landssambands kúabænda. Í samantekt NMSM, Norðurlandasamtaka um mjólkurgæði, kemur fram að íslenskar kýr hafa lengstu spenana, sex sentímetra langa að jafnaði.

Minnstu spenana hafa stöllur þeirra í Noregi, 4,4 sentímetra langa. Styttri spenar þykja henta betur fyrir nútímamjaltir. Samtök kúabænda telja ekki útlit fyrir miklar breytingar á spenalengdum í nágrannalöndunum á næstu árum en búast við að spenar íslenskra kúa styttist eitthvað."