fimmtudagur, ágúst 21, 2008


Ja hérna

Þessi þykir nú venjulega klón af pabba sínum en svei mér ef mér tókst ekki að finna eitthvað smáræði þarna sem ég á :oD

Þá er eftir að sjá hvort ég get grafið eitthvað upp með mér og elsta afkvæminu.

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Say cheese!

Það fer tvennum, og jafnvel þrennum sögum af því hversu líkar stelpurnar mínar eru mér. Ég held ég geti þó ekki þrætt fyrir þessa brosgrettu :)

sunnudagur, ágúst 17, 2008

Fullt tungl... og fullir nágrannar

Í nótt hentist ég upp úr rúminu við rosalega sprengingu. Var lengi að átta mig en heyrði þvílík partýlæti á hæðinni fyrir neðan. Svo urðu sprengingarnar fleiri og ég fattaði að liðið var að skjóta upp flugeldum...!
Dásamlegt hvað fólk fær góðar hugmyndir þegar það er búið að drekka aðeins of mikið. Svo var tunglið líka fullt í gær og hefur kannski haft sín áhrif.
Nú ætti ég auðvitað að fara út og þenja mótorhjólið fyrir utan gluggann hjá þeim... ef það væri ekki bilað /:o1

föstudagur, ágúst 08, 2008

08.08.08.

Elsku pabbi minn á afmæli í dag. Fæddur '31 sem gerir hann 77 ára gamlan. Hann var að grínast með dagsetninguna að nú yrði hann að halda tónleika eins og Bubbi gerði 06.06.06. Spurning hvort hann yrði samt ekki meira í Megasar stílnum ;)