miðvikudagur, desember 31, 2003

Nú árið er liðið...*sniff*

Þá er kominn gamlársdagur og áramótin framundan. Ekki úr vegi að líta yfir gamla árið og klykkja svo út með áramótasöngnum sívinsæla... og allir saman nú;

Nú árið er liiiðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baaakaaa,
þá er nú best að éta grauut
já, það ætti ekki að saaakaaa!

mánudagur, desember 29, 2003

Settið flogið

Jæja, þá eru gömlu lögð af stað heim á leið. Nú er bara að vona að þau skili sér rétta leið á réttum tíma. Geiri hefur síðustu daga verið óspar á reynslusögurnar um allt vesenið sem hann og aðrir hafa lent í á þessari sömu leið, svona til að peppa þau aðeins upp :)

Nú tekur við að plana gamlárskvöld. Það er nú hægara sagt en gert því gamlárskvöld í Nova Scotia sökkar. Má með sanni segja að það sé leiðinlegasta kvöld ársins. Við Íslendingarnir getum auðvitað ekki sætt okkur við slíkt, enda vön flugeldum og fylleríisrausi fram eftir nóttu, ásamt áramótaskaupum, ættjarðarsöngvum sem sungnir eru þvoglumæltum söng og bláókunnugu fólki sem komið er á trúnaðarstigið og vill endilega fá manns álit á sínum persónulegu vandamálum. Svo við munum væntanlega reyna að troða okkur inn á aðra Íslendinga á svæðinu, eða þá draga þá hingað yfir.

Hvað sem verður er markmiðið aðeins eitt; fjör og meira fjör!

þriðjudagur, desember 23, 2003

Já-já-já, jahahahahá... ég er tilbúúúiiiiin!

Ég er komin í jólafrí, ligga-ligga-lá! Fæ heila viku og þarf því ekki að vinna meira á meðan gömlu eru hérna. Þessa stundina er ég haldin Þorláksmessu-skyldi-ég-nú-hafa-gleymt-einhverju heilkenni. Fæ alltaf smá hjartahopp þegar fólk spyr mig hvort ég sé búin að öllu fyrir jólin...; "Jjaaá... *hopp*"
En ég ætla ekki að hafa áhyggjur af því, enda hafa jólin alltaf komið á réttum tíma hingað til, sama hversu tilbúinn maður hefur verið.

Svo ég segi bara gleðileg jól og hafið það ógizzlega næs! :)

sunnudagur, desember 21, 2003

Tapast hefur gamalt sett

Jæja, þá er gamla settið loksins komið. Ég fór út á flugvöll að sækja þau á fimmtudagskvöldið en ekkert sást af þeim þar. Þá höfðu þau misst af tengifluginu í Boston og þurftu að gista á hóteli um nóttina. Síðan þurftu þau að fljúga til Newark daginn eftir og þaðan til Halifax. Þið getið ímyndað ykkur stressið hjá tveimur hálf mállausum gamalmennum að lenda í svona veseni. Og stressið hjá okkur að vita af þeim týndum í útlöndum!

En nú eru þau semsagt komin og vöðvabólgan farin að sjatna. Nú held ég jólin megi bara fara að koma :)

föstudagur, desember 19, 2003

Jólin koma

Það er mikið fjör í vinnunni þessa dagana. Það var brotist inn í skartgripaverslunina sem er beint á móti okkur í mollinu. Gaurinn komst undan gegnum þakið með fullt af úrum og dóti og skildi eftir glerbrot um allt. Svo fjölgar fólkinu sem kemur hlaupandi út úr Walmart með öryggisverði á eftir sér. Það er alveg ljóst að jólin eru að koma!

fimmtudagur, desember 11, 2003

Alltaf fjör í Penhorn Mall

Þetta moll sem ég vinn í er ansi sérstakt. Þá á ég við fólkið sem þangað sækir. Síðan ég byrjaði að vinna í júlí hafa verið framin nokkur rán, meðal annars í skartgripabúð og fleira. Ein sprengjuhótun barst um daginn og svo horfði ég uppá tvo gaura hlaupa út úr Walmart (við hliðina á okkur) með öryggisverði á hælunum og dvd diska hrynjandi út úr úlpunum sínum. Í dag var svo fyrsta aksjónið í aðal sjoppunni, Bangz. Þangað kom kona á miðjum aldri og var augljóslega ekki í góðu skapi að ekki sé meira sagt. Hafði fengið hárið litað af einni sem vinnur með mér og var vægast sagt ekki sátt. Hún vildi nú aldeilis vera viss um að sú sem lagaði ósköpin væri með reynslu svo Tanya, einn af meisturunum okkar var fenginn til verksins. Nema hvað kellingin byrjar að úthúða þeirri sem hafði litað og Tanya var ekki alveg að fíla það og sagði henni hreint út að það væri sjálfsagt að hún lagaði á henni hárið en hún vildi ekki heyra neitt skítkast út í samstarfsmenn sína. Þetta var eins og að skvetta olíu á eld því kellingin hreinlega sprakk, kallaði Tanya fucking cunt og fleiri orð sem ég hef ekki áður heyrt konur á þessum aldri nota. Á endanum þurfti managerinn okkar bókstaflega að reka hana út af stofunni.

That's the Christmas spirit, segi ég nú bara.

föstudagur, desember 05, 2003

Andleysið afsakað (með hnerra)

Fjarvera eiginmanns sem stakk af til Íslands, veikindi yngstu dóttur með hóstandi andvökunóttum, og nú síðast minn eigin slappleiki með nef- og augnkvefi ásamt sífelldum hnerra, hafa valdið því að bloggið hefur legið í dvala. Ég er að vona að andinn lyftist í jólapartýi Bangz sem haldið verður með pompi og pragt (hvað í fjandanum sem það nú þýðir) annað kvöld. Kannski þið fáið bara heila ritgerð beint í æð á sunnudaginn, hver veit... svo fremi maður liggi ekki í þynnku... ahemm...