fimmtudagur, desember 11, 2003

Alltaf fjör í Penhorn Mall

Þetta moll sem ég vinn í er ansi sérstakt. Þá á ég við fólkið sem þangað sækir. Síðan ég byrjaði að vinna í júlí hafa verið framin nokkur rán, meðal annars í skartgripabúð og fleira. Ein sprengjuhótun barst um daginn og svo horfði ég uppá tvo gaura hlaupa út úr Walmart (við hliðina á okkur) með öryggisverði á hælunum og dvd diska hrynjandi út úr úlpunum sínum. Í dag var svo fyrsta aksjónið í aðal sjoppunni, Bangz. Þangað kom kona á miðjum aldri og var augljóslega ekki í góðu skapi að ekki sé meira sagt. Hafði fengið hárið litað af einni sem vinnur með mér og var vægast sagt ekki sátt. Hún vildi nú aldeilis vera viss um að sú sem lagaði ósköpin væri með reynslu svo Tanya, einn af meisturunum okkar var fenginn til verksins. Nema hvað kellingin byrjar að úthúða þeirri sem hafði litað og Tanya var ekki alveg að fíla það og sagði henni hreint út að það væri sjálfsagt að hún lagaði á henni hárið en hún vildi ekki heyra neitt skítkast út í samstarfsmenn sína. Þetta var eins og að skvetta olíu á eld því kellingin hreinlega sprakk, kallaði Tanya fucking cunt og fleiri orð sem ég hef ekki áður heyrt konur á þessum aldri nota. Á endanum þurfti managerinn okkar bókstaflega að reka hana út af stofunni.

That's the Christmas spirit, segi ég nú bara.

Engin ummæli: