ÞAÐ VAR MIKIÐ!
Vúhúúú! Það er komið vor, loksins. Sól og blíða og er spáð 20 stiga hita í dag og 17 um helgina! Þetta var nú líka farið að verða fáránlegt.
Við vorum að grínast með það í vinnunni í gær að við myndum allar hringja og segjast vera veikar í dag, út af veðrinu sem var búið að spá. Jæja, Júlía gubbaði í rúmið (mitt auðvitað!) í nótt svo nú þarf ég að hringja í vinnuna og láta vita að ég komi ekki af því hún sé veik! Þær eiga örugglega eftir að trúa mér :)
föstudagur, apríl 30, 2004
laugardagur, apríl 24, 2004
Af skipum, Böldrum og ósköpum öllum!
Ásamt fjölskyldu- og vina-hitteríi, páskaeggjaáti og almennu chilli, náði ég að lesa þrjár bækur á meðan á dvölinni á Íslandi stóð. Sú fyrsta var bók Óttars Sveinssonar um Goðafoss og það þegar honum var sökkt af þýskum kafbáti í seinna stríði. Bókin er alveg hreint ótrúlega tilfinningasnauð og þurrkuntuleg, miðað við dramatíkina sem hlýtur að hafa fylgt þessum atburði. Skrifað er útfrá sjónarmiði nokkurra sem á skipinu voru og aðstandendum þeirra, ásamt þeim sem komu að björguninni eftir að skipinu var sökkt. Er fólkinu fylgt frá aðdraganda þess að það steig á fjöl skipsins, í gegnum hörmungarnar sem dundu yfir þegar það var sprengt og allt til eftirmála þeirra sem af lifðu. Allt er þetta skrifað í bók sem er álíka áhrifamikil og símaskrá Og Vodafone. Það eina sem hún skilur eftir er pælingar um það hvernig upplifunin hafi verið í raun og veru fyrir allt þetta fólk.
Næsta bók var verk Sjón um Skugga-Baldur. Þessi bók er bara meistaraverk (vá, ég er farin að hljóma eins og bókaauglýsing á jólavertíð!). Ótrúlega flott lesning, sagan frábær og vel með farið hjá Sjón. Fimm stjörnur!
Þriðja bókin var svo eftir Flosa Ólafsson og nefnist Ósköpin öll. Létt og skemmtileg, svolítið í anda hellisbúans (nema góð) og höfðar til allra þeirra sem eru eða hafa einhvern tímann verið í sambúð (aftur farin að hljóma eins og jólaauglýsing). Nema hvað, mæli meðenni!
Ásamt fjölskyldu- og vina-hitteríi, páskaeggjaáti og almennu chilli, náði ég að lesa þrjár bækur á meðan á dvölinni á Íslandi stóð. Sú fyrsta var bók Óttars Sveinssonar um Goðafoss og það þegar honum var sökkt af þýskum kafbáti í seinna stríði. Bókin er alveg hreint ótrúlega tilfinningasnauð og þurrkuntuleg, miðað við dramatíkina sem hlýtur að hafa fylgt þessum atburði. Skrifað er útfrá sjónarmiði nokkurra sem á skipinu voru og aðstandendum þeirra, ásamt þeim sem komu að björguninni eftir að skipinu var sökkt. Er fólkinu fylgt frá aðdraganda þess að það steig á fjöl skipsins, í gegnum hörmungarnar sem dundu yfir þegar það var sprengt og allt til eftirmála þeirra sem af lifðu. Allt er þetta skrifað í bók sem er álíka áhrifamikil og símaskrá Og Vodafone. Það eina sem hún skilur eftir er pælingar um það hvernig upplifunin hafi verið í raun og veru fyrir allt þetta fólk.
Næsta bók var verk Sjón um Skugga-Baldur. Þessi bók er bara meistaraverk (vá, ég er farin að hljóma eins og bókaauglýsing á jólavertíð!). Ótrúlega flott lesning, sagan frábær og vel með farið hjá Sjón. Fimm stjörnur!
Þriðja bókin var svo eftir Flosa Ólafsson og nefnist Ósköpin öll. Létt og skemmtileg, svolítið í anda hellisbúans (nema góð) og höfðar til allra þeirra sem eru eða hafa einhvern tímann verið í sambúð (aftur farin að hljóma eins og jólaauglýsing). Nema hvað, mæli meðenni!
fimmtudagur, apríl 22, 2004
*geysp*
Þá er maður kominn heim... að heiman. Lentum um miðnætti á mánudag og svo fóru allir í vinnu og skóla á þriðjudagsmorgunn. Maður er búinn að vera dálítið undinn og snúinn en er að skríða saman held ég.
Ferðin gekk bara vel og dvölin á Íslandi var frábær. Ekkert stress, allir nutu þess að hitta vini og familíu og slaka á um páskana. Svo var klykkt út með fermingu og veislu í tilefni þess á sunnudag, og tókst í alla staði vel. Gaman að hitta alla aftur, maturinn sló í gegn og allir sáttir.
Við náðum auðvitað ekki að hitta alla frekar en í fyrri ferðum (sorrý Ásdís!).
Skrifa kannski meira fljótlega, er á leiðinni í vinnuna og frekar andlaus í augnablikinu.
Ciao.
Þá er maður kominn heim... að heiman. Lentum um miðnætti á mánudag og svo fóru allir í vinnu og skóla á þriðjudagsmorgunn. Maður er búinn að vera dálítið undinn og snúinn en er að skríða saman held ég.
Ferðin gekk bara vel og dvölin á Íslandi var frábær. Ekkert stress, allir nutu þess að hitta vini og familíu og slaka á um páskana. Svo var klykkt út með fermingu og veislu í tilefni þess á sunnudag, og tókst í alla staði vel. Gaman að hitta alla aftur, maturinn sló í gegn og allir sáttir.
Við náðum auðvitað ekki að hitta alla frekar en í fyrri ferðum (sorrý Ásdís!).
Skrifa kannski meira fljótlega, er á leiðinni í vinnuna og frekar andlaus í augnablikinu.
Ciao.
mánudagur, apríl 05, 2004
...
Jessss, það er farið að snjóa!! Ég sem var farin að hafa áhyggjur þar sem snjórinn var næstum því farinn. Fjúkkat, hvað mér létti þegar ég leit út núna áðan. Svo er bara að vona að þetta haldi svona áfram í nokkrar vikur í viðbót.
(Kaldhæðni dagsins var í boði John Deere, sem selur snjóblásara af öllum stærðum og gerðum)
Jessss, það er farið að snjóa!! Ég sem var farin að hafa áhyggjur þar sem snjórinn var næstum því farinn. Fjúkkat, hvað mér létti þegar ég leit út núna áðan. Svo er bara að vona að þetta haldi svona áfram í nokkrar vikur í viðbót.
(Kaldhæðni dagsins var í boði John Deere, sem selur snjóblásara af öllum stærðum og gerðum)