Af hverju ekki?
Af hverju ekki að vana kynferðisafbrotamenn? Þegar maður brýtur af sér á þennan hátt, ítrekað og engar meðferðir eða refsingar bera árangur?
Það telst víst brot á mannréttindum einstaklingsins, en hvaða réttindi hefur maður sem eyðileggur líf annarra markvisst til að svala afbrigðilegum hvötum sínum? Ef til er leið til að bæla þessar hvatir, hvers vegna er þeim ekki beitt og hvers vegna fá þeir aftur og aftur tækifæri til að brjóta af sér? Hver eru mannréttindi þeirra einstaklinga sem dæmdur kynferðisafbrotamaður á eftir að brjóta gegn þegar hann er búinn að sitja af sér?
Er maður sem misnotar börn ekki búinn að fyrirgera sér réttinum til að eignast sjálfur börn? Og er sá sem nauðgar ekki búinn að fyrirgera sér réttinum að fá að stunda kynlíf yfir höfuð?
Þungir þankar á sunnudagsmorgni. Farið vel með ykkur.