sunnudagur, maí 06, 2007

Labbilabb

Vaknaði klukkan sex og gekk á Þverfellshornið. Hélt svo áfram sem leið liggur austur eftir Esjunni og alla leið yfir í Kjós. Veðrið var eins og ég hefði pantað það og útsýni til allra átta. Labbið tók 5 og hálfan tíma, 18,5 km leið.

Endaði í bústaðnum hjá gamla settinu og fékk kaffi og meððí áður en pabbi skutlaði mér til baka að bílnum.

Frábært labb, en í dag er einmitt ár frá því ég gekk á Hvannadalshnjúk.

Setti inn myndir frá þessum fallega degi ->>

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Djöfuls dugnaður erðetta!
Þú verður að koma hingað svo við getum farið í kapp upp Arthur's Seat... "Fjallið" hérna í Edinborg ;-)

Nafnlaus sagði...

Vá, hvað tíminn flýgur...mér finnst þú nýbúin að labba á Hnjúkinn.
Maðurinn minn stefnir á Hnjúkinn í júlí...ég verð sennilega að bíða með það...er á fullu að æfa hnéð mitt upp í megagír...Minn Tími MUN KOMA!! ;)