miðvikudagur, júní 06, 2007

Tilkynningaskyldan

Ég vil byrja á að biðjast afsökunar á vanrækslunni, en í staðinn skal ég koma með fullt af fréttum til að bæta ykkur tilfinningalegt tjón.

Í fyrsta lagi... ég er ólétt. DJÓÓÓÓÓK!!

Ok, ég er hætt að stríða. Hér koma fréttirnar:

* Sótti um í Háskóla Íslands
* Komst inn!
* Sótti um í Stúdentagörðunum (allir að krossleggja fingur)
* Sótti um námslán
* Byrja í haust, nánar tiltekið 3. september í Félagsráðgjöf; 3 ár í BA og 2 í viðbót í Master til starfsréttinda.

Það fer sumsé að líða að því að ég kveðji Össur hf. Ekki laust við trega enda margt frábært fólk þar sem ég mun sakna. Stefni samt á að vinna í jóla- og sumarfríum svo ég fæ smá aðlögunartíma... eða frálögunartíma?

Við tekur nýr og spennandi tími (viljið þið minna mig á að hafa sagt þetta þegar ég verð hérna grenjandi yfir prófunum) og ég hlakka til!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér

Nafnlaus sagði...

Þetta er æðislegt! Ekkert smá flott áðí, stelpa ;-)

Asdis sagði...

Til hamingju! Þýðir þetta að þú sért búin að ákveða hvað þú ætlir að verða þegar þú verður stór???

eva sagði...

Takk, takk!

Ég er ekkert viss um að ég vilji verða neitt mikið stærri, en þetta er allavega það sem ég stefni á í framtíðinni ;)

Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér!!