þriðjudagur, júlí 03, 2007

Önnur sólbaðssaga

Ég fór í Nauthólsvíkina eftir vinnu í dag til að ná síðustu sólageislunum.

Ligg þar eins og skata á teppinu mínu þegar ég heyri ég í litlum strák koma labbandi með pabba sínum. Stákurinn kemur nær og er eitthvað að skoða mig og svo heyri ég eftirfarandi:

Pabbinn: "Þetta er allt í lagi, hún er bara í sólbaði"
Stráksi: "Hún er lifandi...?"
Pabbinn: "Jájá, hún er lifandi"

Svo rölta þeir feðgar sinn veg...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi börn.......LOL