laugardagur, nóvember 10, 2007

Vísindaferð

Ég fór í mína fyrstu vísindaferð í gær! Missti af einni í haust... vissi ekki að það væri takmarkaður fjöldi og svona líka umsetið að listinn var fullur samdægurs.

Nema hvað... ferðinni var í þetta sinn heitið á Hrafnistu (já, elliheimilið). Þar var okkur laumað inn til að við trufluðum nú örugglega ekki heimilisfólkið, upp á þriðju hæð og inn í sal þar sem okkar biðu veitingar í föstu og fljótandi formi og af ýmsum styrkleikum. Góður fyrirlestur frá tveimur starfandi félagsráðgjöfum við stofnunina og svo létt spjall og gleðskapur á eftir.

Það fyndnasta við þessa ferð var eiginlega það, að í slideshow-inu sem við fengum voru meðal annars myndir af gamla fólkinu að dansa og skemmta sér á bjórkvöldi í þessum sama sal. En þarna urðum við að læðast með veggjum til að þau yrðu okkar örugglega ekki vör.

Ætli þeim hefði ekki verið sama þó við hefðum aðeins heilsað upp á þau í leiðinni? :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Held þau hefðu bara haft gaman af því, sérstaklega ef þau hefðu fengið að testa veigarnar! Var þetta annars í Hafnarfirði eða Rvk?

eva sagði...

Já, ég er viss um að það hefði verið fjör :)

Þetta var í Rvík