Hver er trúðurinn núna?
Ég get ekki sagt að Gísli Marteinn hafi verið í miklum metum hjá mér í gegnum tíðina. Á þessum síðum hefur hann jafnan gengið undir nafninu Tóti Trúður. En sjaldan hefur mér þótt þessi vinsæla setning "svívirðileg aðför" jafn viðeigandi og eftir að hafa lesið bloggið hans Össurar. Þar sem hann með háfleygu orðskrúði og dramatískum samlíkingum gjörsamlega drullar yfir (pardon my french) Tóta litla með háði og fullkominni niðurlægingu.
Össur hefði hugsanlega átt sér viðreisnar von, hefði hann rankað við sér í þynnkunni og beðist afsökunar en það var nú öðru nær.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli