sunnudagur, júní 22, 2008

Hvar endar þetta?

Fyrir þremur og hálfu ári þegar ég flutti heim frá Kanada, fékk ég sjokk yfir bensínverðinu hérna. Líterinn kostaði þá um 80 krónur sem var tvöfalt það verð sem ég átti að venjast í Halifax.

Í dag fyllti ég bílinn og grét söltum tárum yfir þeim 169 krónum sem fóru í hvern bensínlítra.

Með þessu áframhaldi endar maður á því að þurfa að selja bílinn til að eiga fyrir bensíni.

Engin ummæli: