18. september 1999
Í dag eru slétt 9 ár frá því litli óþægðarengillinn minn leit dagsins ljós á IWK Grace sjúkrahúsinu í Halifax. Það er ekki hægt að segja að hún hafi verið að flýta sér (ekki eins og sú sem kom á undan henni í röðinni) heldur þrjóskaðist hún við, enda hlýtt og notalegt í bumbunni. En mamman var þrjóskari og hafði vinninginn að lokum.
Fyrstu myndirnar eru í albúmum upp á gamla mátann en hér er ein af þeim fyrstu sem til er á stafrænu formi.
1 ummæli:
til hamingju með litlu stóru stelpuna þína...!
knúsaðu hana frá litlu stóru frænku þinni ;-)
Skrifa ummæli