föstudagur, október 10, 2003

Halló- hvað?

Eitt af því góða við að búa í útlöndum eru tvöfaldir hátíðisdagar. Þ.e.a.s. annars vegar kanadískir og hins vegar íslenskir. Við erum nefnilega svo heppin að geta valið úr þá daga sem okkur finnst skemmtilegir úr báðum menningarheimum og haldið þá hátíðlega. Sem dæmi um þetta er til dæmis Halloween (ísl. hrekkjavaka eða halló-vín) sem allir þekkja. Okkur finnst þessi dagur frábær og leggjum ýmislegt á okkur til að gera hann sem skemmtilegastan. Til dæmis fyrir nokkrum árum fengum við kunningja okkar til að dressa sig upp og sitja á stól við útidyrnar (leit út fyrir að vera svona týpísk Halloween uppstilling) og svo þegar krakkarnir komu til að banka þá stóð hann upp og hreyfði hann sig. Það var mikið öskrað í hverfinu það kvöld!

Annar skemmtilegur dagur er St. Patrics Day. Hann er reyndar upprunninn á Írlandi og kenndur við dýrlinginn Patrek. Nema hvað, á St. Patrics Day verða allir að vera í einhverju grænu og svo er farið í bæinn og djammað og sopið á grænum drykkjum (þar á meðal grænum bjór!) Og engum er hleypt inn á barina nema vera með eitthvað grænt á sér. (Voða vinsælt hjá unga fólkinu að vera í grænum nærfötum svo það geti sýnt 'thongið' eða hlýrann)

Eníveis. Upphaf þessarar umræðu um hátíðisdaga var semsé einn slíkur sem ber upp á næsta mánudag... nefnilega Thanks Giving. Við erum nú ekkert alveg með það á hreinu hvers vegna fólk heldur þennan dag hátíðlegan, en hitt erum við alveg með á hreinu; þá er borðaður KALKÚNN! Svo við Íslendingarnir erum ávallt miklir Kanadíngar um þessa helgi og borðum kalkún samviskusamlega eins og til er ætlast af alvöru Kanadíngum.

Svo þangað til næst... HAPPY THANKS GIVING!

Engin ummæli: