Alltaf fjör í White Trash Mall
Klippti þann ljótasta mullet sem ég hef á ævi minni séð í dag. Reyndar í fyrsta skipti sem ég er beðin um að klippa mullet, en það var líka ekkert smá. Þvílíkur hryllingur, og konan sem bar hann á hausnum labbaði út þetta líka ánægð á meðan ég hneig niður í stólinn minn, permanently scarred á sálinni.
Fyrir þá sem ekki vita hvað mullet er, er hérna ágætis safn.
(P.s. ég var að fá ný skæri, ligga ligga lá! Get ekki beðið eftir að mæta í vinnuna á morgun. Það verða sko engir mullettar klipptir með þeim, takk fyrir! ;)
föstudagur, janúar 30, 2004
laugardagur, janúar 24, 2004
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Mooseheads vs. bláa liðið
Hérna í Kanödu er hokkí mjög vinsæl íþrótt, bæði til að spila, horfa á og tala um. Nema hvað, um daginn ákváðum við að þetta gengi nú ekki lengur, við búin að búa hér í á fimmta ár og aldrei farið á hokkíleik. Svo við ákváðum að bæta úr því og skelltum okkur ásamt einum vinnufélaga Geira og konunni hans, sem bæði eru gangandi alfræðiorðabækur um hokkí.
Ég held að við höfum bara staðið okkur vel sem viðvaningar. Sátum uppi í stúku með öfugar derhúfur, drukkum bjór og smjöttuðum á nachos. Vinnufélaginn og frúin voru með none-stop lýsingu á leiknum fyrir okkur, svo Bjarni Fel hefði dauð skammast sín. Og við reyndum af miklum mætti að vista allar þessar upplýsingar á harða diskinum... nöfn leikmanna, af hverju þessi var rekinn útaf, hvenær maður er rangstæður o.s.frv. Við lærðum nú svosem ekki mikið í þessum eina leik, en vorum orðin nokkuð góð í að fagna þegar rauða liðið skoraði og púa þegar bláa liðið braut á rauða liðinu. Að auki náðum við að leggja á minnið nafnið á rauða liðinu líka. Sko okkur!
Hérna í Kanödu er hokkí mjög vinsæl íþrótt, bæði til að spila, horfa á og tala um. Nema hvað, um daginn ákváðum við að þetta gengi nú ekki lengur, við búin að búa hér í á fimmta ár og aldrei farið á hokkíleik. Svo við ákváðum að bæta úr því og skelltum okkur ásamt einum vinnufélaga Geira og konunni hans, sem bæði eru gangandi alfræðiorðabækur um hokkí.
Ég held að við höfum bara staðið okkur vel sem viðvaningar. Sátum uppi í stúku með öfugar derhúfur, drukkum bjór og smjöttuðum á nachos. Vinnufélaginn og frúin voru með none-stop lýsingu á leiknum fyrir okkur, svo Bjarni Fel hefði dauð skammast sín. Og við reyndum af miklum mætti að vista allar þessar upplýsingar á harða diskinum... nöfn leikmanna, af hverju þessi var rekinn útaf, hvenær maður er rangstæður o.s.frv. Við lærðum nú svosem ekki mikið í þessum eina leik, en vorum orðin nokkuð góð í að fagna þegar rauða liðið skoraði og púa þegar bláa liðið braut á rauða liðinu. Að auki náðum við að leggja á minnið nafnið á rauða liðinu líka. Sko okkur!
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Útlönd smútlönd
Þetta haust er búið að vera með eindæmum gott. Varla sést snjókorn og hitinn hringlað svona sitthvoru megin við núllið, og alveg upp í tíu á góðum dögum. Svona er að búa í útlöndum... eða hvað? Í morgun þegar við vöknuðum var 16 stiga frost, og -30 með vindkælingu! Hvað er verið að pæla? -30 á ekki að finnast annars staðar en þar sem ísbirnirnir búa. Nema hvað, venjulega á ég ekki að mæta fyrr en klukkan eitt á fimmtudögum og get því kúrt aðeins frameftir. En í morgun auðvitað, þurfti ég að taka strætó klukkan átta til að fara á starfsmannafund, aftur heim klukkutíma seinna og svo aftur í vinnuna klukkan eitt. í Þrjátíu stiga frosti!
Ég er alvarlega að íhuga að leggjast í dvala frá áramótum fram í apríl í framtíðinni. Þetta er bara brútal.
Þetta haust er búið að vera með eindæmum gott. Varla sést snjókorn og hitinn hringlað svona sitthvoru megin við núllið, og alveg upp í tíu á góðum dögum. Svona er að búa í útlöndum... eða hvað? Í morgun þegar við vöknuðum var 16 stiga frost, og -30 með vindkælingu! Hvað er verið að pæla? -30 á ekki að finnast annars staðar en þar sem ísbirnirnir búa. Nema hvað, venjulega á ég ekki að mæta fyrr en klukkan eitt á fimmtudögum og get því kúrt aðeins frameftir. En í morgun auðvitað, þurfti ég að taka strætó klukkan átta til að fara á starfsmannafund, aftur heim klukkutíma seinna og svo aftur í vinnuna klukkan eitt. í Þrjátíu stiga frosti!
Ég er alvarlega að íhuga að leggjast í dvala frá áramótum fram í apríl í framtíðinni. Þetta er bara brútal.