fimmtudagur, janúar 08, 2004

Útlönd smútlönd

Þetta haust er búið að vera með eindæmum gott. Varla sést snjókorn og hitinn hringlað svona sitthvoru megin við núllið, og alveg upp í tíu á góðum dögum. Svona er að búa í útlöndum... eða hvað? Í morgun þegar við vöknuðum var 16 stiga frost, og -30 með vindkælingu! Hvað er verið að pæla? -30 á ekki að finnast annars staðar en þar sem ísbirnirnir búa. Nema hvað, venjulega á ég ekki að mæta fyrr en klukkan eitt á fimmtudögum og get því kúrt aðeins frameftir. En í morgun auðvitað, þurfti ég að taka strætó klukkan átta til að fara á starfsmannafund, aftur heim klukkutíma seinna og svo aftur í vinnuna klukkan eitt. í Þrjátíu stiga frosti!

Ég er alvarlega að íhuga að leggjast í dvala frá áramótum fram í apríl í framtíðinni. Þetta er bara brútal.

Engin ummæli: