laugardagur, júní 26, 2004

Til hamingju með kosningadaginn!

Ég vona að allir hafi farið í sparifötin í morgun og skundað á kjörstað til að leggja sitt af mörkum til lýðræðisins. Ég man í gamla daga (þegar ég var lítil sko) og gamla settið fór prúðbúið á kjörstað, pabbi í pressuðum jakkafötum með bindið á sínum stað og mamma í pilsdragt á háhæla skóm, angandi af ilmvatninu sem annars var aðeins notað á jólunum eða ef einhver dó. Þá þekktist ekki að menn ættu fleiri en ein, eða í mesta lagi tvenn jakkaföt svo gamli fór og kaus forseta í sömu fötunum, örugglega fimm sinnum í röð.

Mér fannst annars leiðinlegt að að engin kona skyldi bjóða sig fram í þetta sinn. Ekki það að maður myndi kjósa konu vegna kynsins en auðvitað er alltaf gaman að sjá konur framarlega í pólítík, sem annars staðar.

Í óbeinu framhaldi fór ég að spá svolítið í þetta með makana, og hversu miklu eða litlu máli maki forsetans skipti. Fólk er jú að kjósa mann/konu til embættisins, en skyldi makinn hafa eitthvert vægi í vali fólks? Ætli einhver hafi ekki kosið þennan eða hinn af því hann þoldi ekki makann? Eða gefið einhverjum atkvæði sitt af því makinn var í uppáhaldi.

Svo ég hélt áfram að spekúlera og fór að velta fyrir mér hinum fullkomnu forsetahjónum. Ég held barasta að ég hafi fundið þau, og þó þau séu ekki par þá veit maður aldrei. Bæði eru svona 'global' fólk sem ætlar sér stóra hluti í heiminum og lætur ekki nægja að láta verk sín tala bara á Íslandi. Eitt er víst, að hjónasvipurinn leynir sér ekki. Haukfránt augnarráð og brosið svo geislandi að Colgate má bara fara að pakka saman...



Hver stenst thessi augu? Posted by Hello

Engin ummæli: