laugardagur, júlí 24, 2004

Bleeeeeeeh!
 
Rakinn er búinn að vera óþolandi síðustu daga.  Þoka alla vikuna og allt er orðin þvalt innan dyra.  Maður loðir við gólfin og sófana og líður eins og allt sé skítugt, sama hversu oft og vel er þrifið.  (Auk þess tekur það gólfin þrjá daga að þorna ef maður skúrar)

Manni líður eins og maður þurfi að fara í sturtu á fimm mínútna fresti, því heilinn segir manni að maður sé að svitna, þegar maður er í raun bara svona 'sticky' af rakanum í loftinu.

Það sem okkur vantar núna er almennilegt þrumuveður!  Það er það eina sem virkar til að hreinsa upp svona mollu.  Það eru nú reyndar góðar líkur á að þetta endi þannig, því hitinn er svona 20-25 stig sem ásamt rakanum er góð uppskrift að þrumuveðri.

Þetta er semsagt megin ástæðan fyrir bloggleti, öll orka löngu upp urin.

Nú eru annars tvær vikur í sumarfrí.  Erum að spá í að keyra til Niagara Falls, stoppa oft á leiðinni og tjalda og eyða kannski degi eða tveimur þarna niðurfrá.  Skoða okkur um í Toronto líka og svona.  Vúhú!  Það er sko löngu kominn tími á smá frí, og komin tvö ár frá síðustu tjaldferð (sem er náttúrulega ekki hægt).

Og svo kemur væntanlega myndasyrpa af öllu saman.

Veriði stillt þangað til.  



Kannski full mikið af því góða... Posted by Hello


Engin ummæli: