fimmtudagur, júlí 01, 2004

Meira af snobbfiskum

Jæja, það var Canada Day í dag (þjóðhátíðardagurinn) og allir í fríi. Við Selma vöknuðum klukkan sjö og fórum að veiða á meðan hinir sváfu.

Við fórum aftur á sama stað og um síðustu helgi, að vatni sem heitir Grand Lake og er eins og nafnið gefur til kynna, RISA stórt. Rosa flottur veiðistaður, veðrið var frábært; skýjað en bjart og smá gára á vatninu og við bara einar þarna. Nema hvað, við fengum ekki bröndu frekar en fyrri daginn og er ekki laust við að farið sé að vega dálítið að sjálfinu mínu þegar kemur að veiðiskap! Það var nú eitthvað líf þarna í kringum okkur og ég prófaði allt sem ég átti á línuna, en ég held að þessir kanadísku fiskar vilji bara hamborgara eða eitthvað svoleiðis. Ætla að kíkja í búð á morgun og skoða beitur... sjá hvað þeir eru að nota hérna (sem mér hefur hingað til sýnst vera allt úr plasti, glimmeri og í neonlitum... en kannski það sé það sem fiskarnir vilja?

Við gefumst allavega ekki upp og ætlum aftur um helgina, hvort sem það verður á sama stað eða hvað, það er víst af nógu að taka þegar kemur að vötnum á svæðinu.


... Posted by Hello

1 ummæli:

eva sagði...

Hehe. Heyrðu, ég fór aftur í morgun og tók Ernu með mér. Hún hefur ekkert verið að standa í þessum eltingaleik með okkur. Nema hvað, heldurðu hún dragi ekki fisk í fyrsta kasti! Pínkulítill vatnakarfi (sem er þó meira en við hinar höfum náð :)
Svo setti hún í ál (!) en hann slapp, og ég setti í einn (held það hafi verið silungur) og hann slapp líka.
Það var allavega fjör hjá okkur, svo mikið er víst :)