mánudagur, ágúst 23, 2004

Gúrkutíð?

Hvort skemmtilegri fréttir eru andsvar moggans við nýja vísis viðmótinu skal ósagt látið. Ég skemmti mér allavega konunglega yfir þessum í dag;

"Lögreglan í Reykjavík segist í yfirliti yfir helstu verkefni helgarinnar hafa orðið vitni að ýmsum uppákomum aðfaranótt sunnudags eftir Menningarnóttina. Til dæmis var beðið um að Tarsan yrði fjarlægður af skemmtistað í miðborginni. Þar hafði maður inni á staðnum farið í Tarsanleik og hangið í ljósakrónum."

"Þá var tilkynnt um mann sem braut rúðu í rútu trúarfélags (!). Hann hafði séð kunningja sinn inn í rútunni og bankaði í rúðuna en bankaði of fast þannig að rúðan brotnaði. Hann sagðist myndu greiða fyrir rúðuna."

...5 Maríubænir fyrir það

"Einnig var tilkynnt um mann sem svæfi sokka- og skólaus á gangstétt við hús í Vesturgötunni á sunnudagsmorgun. Maðurinn var vakinn og segir lögregla að hann hafði sennilega verið rændur skóm, öðrum sokknum, veski og úri."

Hvað var að hinum sokknum?

Engin ummæli: