laugardagur, september 04, 2004

Þar kom að því...

Í fyrsta skipti á fjórtán ára ferli mínum sem bílstjóri var ég stoppuð af löggunni um daginn (þeir hafa sko aldrei náð mér áður ;)

Málið er að á nokkurra metra kafla, rétt áður en beygt er inn í Coventry Lane þar sem við búum, eru tvær stöðvunarskyldur. Þar sem maður ekur þessa leið fram og til baka á hverjum degi, þá er maður ekkert alltaf að stoppa alveg... hægir aðeins á og lítur í kringum sig og brunar svo yfir. Nema hvað, þennan dag var ég sumsé að beygja inn í Coventry Lane þegar ég heyri sírenuvæl (eins og blikkljósin hefðu nú ekki dugað). Ég klára að beygja og stoppa við fyrsta húsið í götunni (okkar hús er annað húsið) og út kemur kauði og var nú ekkert allt of hress með þetta framferði mitt. Hafði semsagt horft á eftir mér brenna yfir tvær stöðvunarskyldur, eins og þær væru ekkert annað en aumar biðskyldur. Við tók það sem maður hefur svo oft séð í bíó; "Licence and registrations" og copy af tryggingunum vildi hann líka sjá. Gaurinn sleppti mér svo með skrekkinn ásamt áminningu og var öllu mildari þegar hann kvaddi. Þetta var nú samt ekkert smá aulalegt, þarna rétt við innkeyrsluna og auðvitað voru nágrannarnir að keyra framhjá á meðan.

Þegar við komum inn faðmaði Júlía mig (hafði fylgst með út um gluggann heima) og sagði; "Mamma, ég hélt að þú þyrftir að fara í jail!"


Posted by Hello

Engin ummæli: