15 ára endurhittingur úr Þinghólsskóla
Reunionið um síðustu helgi var algjörlega frábært. Þarna voru tæplega 50 manns mætt, sem verður að teljast gott þó auðvitað hefði maður viljað hitta fleiri... já barasta alla!
Þarna var borðað, drukkið, dansað og auðvitað skrafað heil ósköp. Fólk var mismunandi mikið (lítið) edrú, og undir restina voru flestir eiginlega bara ekkert edrú lengur... eða svoleiðis ;)
Ég er ekkert að fara út í nánari útlistanir á þessu kvöldi, en hún Kollý gerir því góð skil á sínu bloggi.
Það er allavega ljóst að planleggjarar þessa hittings eiga feitt hrós skilið!
-Og maður er strax farinn að hlakka til þess næsta, sem verður að öllum líkindum eftir fimm ár.
2 ummæli:
Ég var allavega alveg alveg edrú... veit ekki um neinn annan samt ;)
Já og skemmtir þér samt manna best innan um okkur hin! Svona á að gera þetta ;)
Skrifa ummæli