Helgin
Lenti í veseni í Boston af því að vegabréfið mitt var ekki nógu tæknilegt fyrir þá, sem sagt ekki með segulrönd. Eftir að hafa tekið tvö sett af fingraförum og tvær myndir var settur bleðill í passann minn sem á stendur að ég megi fara til baka í gegnum Boston en síðan ekki söguna meir fyrr en ég er búin að update-a.
Munaði litlu að ég missti af tengifluginu til Halifax út af ruglinu. Þegar upp í þá vél kom settist hjá mér maður um fertugt, angandi af áfengi og sagði eitthvað sem svo; "Well, it's not what I'm used to but I guess it will have to do". Hvort hann átti við að hann væri svona merkilegur og vanur að ferðast á fyrsta farrými veit ég ekki, en sem betur fer var flugþjónninn svo vænn að bjóða manninum annað sæti þar sem fátt var í vélinni, svo ég fékk bæði sætin fyrir mig.
Lenti í Halifax fyrir miðnætti í gærkvöldi og var fagnað af hundi og börnum. Fór seint að sofa en vaknaði snemma, enda klukkan að nálgast hádegi á mínum tíma. Dagurinn í dag hefur svo farið í jólagjafasjopperí sem gekk reyndar vonum framar fyrir utan geðbilaða umferð, enda kann enginn að keyra lengur (nema auðvitað ég) ...ásamt heimsókn í Bangz, sem var auðvitað hápunkturinn!
Í kvöld á svo að fara út að borða og svo er bara eftir að klára að pakka öllu draslinu og stelpunum niður í töskur og halda til baka til Íslands á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli