laugardagur, desember 04, 2004

Af hverju lítur nýja Birgittu dúkkan út eins og Rut Reginalds eftir plöstun?

Hvernig væri að gera dúkku af Kristjáni Jóhanns í fullri stærð? Hún gæti kostað 700 þúsund og allur ágóði runnið til hans sjálfs. Kannski væri hægt að útbúa hana þannig að hún syngi... hugsið ykkur bara, þú potar í ístruna á honum, munnurinn opnast og út flæða óperur og aríur á 120 desíbela styrk!

Þannig gætum við sveitalúðarnir allir eignast okkar eigin eintak af honum Kristjáni okkar.

Ég held barasta, þó ég segi sjálf frá, að þetta sé besta hugmynd síðan prumpublaðran var fundin upp!



2 ummæli:

Asdis sagði...

Já, þá gæti ég valið það að kaupa ekki Kristjáns-dúkku alveg eins og ég get valið að kaupa ekki Birgittu/Rutar-dúkku ;) Þetta er nú bara scary hvernig Birgitta-plast kom út, því þetta er ekki líkt fyrirmyndinni fyrir fimm aura. Kannski frumtýpa dúkkunnar hafi verið gerið sl. vetur og Rut gerð eftir henni??? :D

Nafnlaus sagði...

hæhæh,flott síða !kíktu á mína www.barnaland.is/barn/25273...kveðja mæja:D