Gleðilega Páska!
Málshættirnir:
Ég: "Sá er vinur sem í raun reynist"
Erna fékk tvo: "Það gleymist seint sem aldrei hefur lærst" og "Það sem ekki er vert að sé lesið nema einu sinni, er ekki vert að það sé lesið". Ótrúlegt prump þetta.
Selma: "Það er ekkert varið í nema fyrsta kossinn og hinn síðasta, hinir eru ekkert annað en hortittir". Bleeeeeeh...
Júlía: "Von og trú eru þjónar árangursríkra manna"
Voðalega þynnkulegir eitthvað þetta árið, nema kannski minn. Eins og einhver hafi setið og rembst við að búa til eitthvað gáfulegt og endað með eitthvað blaður. Ég kannast allavega ekki við að hafa heyrt þá áður.
Eggjunum voru allavega gerð góð skil og engin vonbrigði þar. Og nú bíðum við bara eftir gámnum með dótinu okkar sem inniheldur m.a. gönguskíðavélina =)
Gleðilega Páskegga!
sunnudagur, mars 27, 2005
fimmtudagur, mars 24, 2005
Jei!
Næstfrægasti Íslendingur í heimi (samkvæmt fjölmiðlum) er lentur í beinni útsendingu. Á móti honum tók hópur fólks, sem í geðshræringu sinni hoppaði, dansaði og kallaði 'Bobby! *klappklappklapp* Bobby! *klappklappklapp', eftir að hafa staðið í nokkra klukkutíma úti á flugvelli í rigningunni og beðið eftir þotu hans. Hann gaf sér þó ekki tíma til að knúsa þessa vini sína, heldur hoppaði upp í bifreið sem beið hans og brunaði burt, enda karlanginn auðvitað þreyttur eftir ferðalagið.
Þetta er nú ekki lítil skrautfjöður í hatt okkar Íslendinga, að geta státað af yfirlýstum gyðingahatara og skaphundi með meiru, og gerir flóru okkar enn skrautlegri, þó auðvitað höfum við verið æðislegir fyrir. Og auðvitað fer hann beint á launaskrá hjá ríkinu eins og aðrir stórmeistarar í skák, skítt með það þó hann hafi lýst því yfir að 'skákin sé steindauð' og hann ætli sér ekki að setjast aftur að tafli.
Ég segi bara eins og greinarhöfundur í Rocky Mountain News: "...verði ykkur hann að góðu!"
Velkominn heim...!
Næstfrægasti Íslendingur í heimi (samkvæmt fjölmiðlum) er lentur í beinni útsendingu. Á móti honum tók hópur fólks, sem í geðshræringu sinni hoppaði, dansaði og kallaði 'Bobby! *klappklappklapp* Bobby! *klappklappklapp', eftir að hafa staðið í nokkra klukkutíma úti á flugvelli í rigningunni og beðið eftir þotu hans. Hann gaf sér þó ekki tíma til að knúsa þessa vini sína, heldur hoppaði upp í bifreið sem beið hans og brunaði burt, enda karlanginn auðvitað þreyttur eftir ferðalagið.
Þetta er nú ekki lítil skrautfjöður í hatt okkar Íslendinga, að geta státað af yfirlýstum gyðingahatara og skaphundi með meiru, og gerir flóru okkar enn skrautlegri, þó auðvitað höfum við verið æðislegir fyrir. Og auðvitað fer hann beint á launaskrá hjá ríkinu eins og aðrir stórmeistarar í skák, skítt með það þó hann hafi lýst því yfir að 'skákin sé steindauð' og hann ætli sér ekki að setjast aftur að tafli.
Ég segi bara eins og greinarhöfundur í Rocky Mountain News: "...verði ykkur hann að góðu!"
Velkominn heim...!
miðvikudagur, mars 23, 2005
fimmtudagur, mars 17, 2005
This better be the last of it
Hvaða ógeðs skítaveður er þetta? Ég ætla að ganga út frá því sem vísu að hér sé páskahretið á ferð, fullsnemma og þessvegna eins gott að veðurguðinn hagi sér skikkanlega þegar það er gengið yfir.
Búin að kaupa páskaegg (eiginlega fyrir löngu). Þau bíða hér í kassa uppi í skáp og hía á okkur í hvert sinn sem við nálgumst. En við látum sko ekki bugast því við erum sterkar! Rosalega sterkar! (garg... 10 dagar í viðbót)
Ég veit allavega að ég ætla EKKI að fá mér svona:
Páskaegg með Jesú?
Hvaða ógeðs skítaveður er þetta? Ég ætla að ganga út frá því sem vísu að hér sé páskahretið á ferð, fullsnemma og þessvegna eins gott að veðurguðinn hagi sér skikkanlega þegar það er gengið yfir.
Búin að kaupa páskaegg (eiginlega fyrir löngu). Þau bíða hér í kassa uppi í skáp og hía á okkur í hvert sinn sem við nálgumst. En við látum sko ekki bugast því við erum sterkar! Rosalega sterkar! (garg... 10 dagar í viðbót)
Ég veit allavega að ég ætla EKKI að fá mér svona:
Páskaegg með Jesú?
mánudagur, mars 07, 2005
Bara verð að sýna ykkur þessa :)
Þessi ótrúlega myndarlega litla frænka var skírð í gær. Hún heitir því fallega nafni Elísabet Ósk rúsínurass!
Elísabet Ósk
Þessi ótrúlega myndarlega litla frænka var skírð í gær. Hún heitir því fallega nafni Elísabet Ósk rúsínurass!
Elísabet Ósk