sunnudagur, mars 27, 2005

Gleðilega Páska!

Málshættirnir:

Ég: "Sá er vinur sem í raun reynist"

Erna fékk tvo: "Það gleymist seint sem aldrei hefur lærst" og "Það sem ekki er vert að sé lesið nema einu sinni, er ekki vert að það sé lesið". Ótrúlegt prump þetta.

Selma: "Það er ekkert varið í nema fyrsta kossinn og hinn síðasta, hinir eru ekkert annað en hortittir". Bleeeeeeh...

Júlía: "Von og trú eru þjónar árangursríkra manna"

Voðalega þynnkulegir eitthvað þetta árið, nema kannski minn. Eins og einhver hafi setið og rembst við að búa til eitthvað gáfulegt og endað með eitthvað blaður. Ég kannast allavega ekki við að hafa heyrt þá áður.

Eggjunum voru allavega gerð góð skil og engin vonbrigði þar. Og nú bíðum við bara eftir gámnum með dótinu okkar sem inniheldur m.a. gönguskíðavélina =)



Gleðilega Páskegga! Posted by Hello

1 ummæli:

Sandra sagði...

"Það er ekkert varið í nema fyrsta kossinn og hinn síðasta, hinir eru ekkert annað en hortittir"

Vááá þetta er það versta sem ég hef heyrt. Í alvöru..... :S