fimmtudagur, mars 24, 2005

Jei!

Næstfrægasti Íslendingur í heimi (samkvæmt fjölmiðlum) er lentur í beinni útsendingu. Á móti honum tók hópur fólks, sem í geðshræringu sinni hoppaði, dansaði og kallaði 'Bobby! *klappklappklapp* Bobby! *klappklappklapp', eftir að hafa staðið í nokkra klukkutíma úti á flugvelli í rigningunni og beðið eftir þotu hans. Hann gaf sér þó ekki tíma til að knúsa þessa vini sína, heldur hoppaði upp í bifreið sem beið hans og brunaði burt, enda karlanginn auðvitað þreyttur eftir ferðalagið.

Þetta er nú ekki lítil skrautfjöður í hatt okkar Íslendinga, að geta státað af yfirlýstum gyðingahatara og skaphundi með meiru, og gerir flóru okkar enn skrautlegri, þó auðvitað höfum við verið æðislegir fyrir. Og auðvitað fer hann beint á launaskrá hjá ríkinu eins og aðrir stórmeistarar í skák, skítt með það þó hann hafi lýst því yfir að 'skákin sé steindauð' og hann ætli sér ekki að setjast aftur að tafli.

Ég segi bara eins og greinarhöfundur í Rocky Mountain News: "...verði ykkur hann að góðu!"



Velkominn heim...! Posted by Hello

Engin ummæli: