Afsakið hlé
Vegna tæknilegra örðugleika hef ég ekkert getað bloggað undanfarið. Nettengingin fór í skrall og eftir þriggja sólarhringa trouble shooting með hjálparlið Hive á línunni, auk tveggja innlagna á tölvuspítala fyrrnefnds hjálparliðs, lítur út fyrir að garmurinn sé sýkt af einhvers konar vírus sem blockar tenginguna. Jú, ég er með vírusvörn en get ekki uppfært hana þar sem ég get ekki tengst netinu.
Nú blogga ég á nýjasta fjölskyldumeðliminn; HP laptop sem elsta heimasætan eignaðist um daginn. Er búin að kalla út læknavaktina fyrir þá gömlu, svo hún kemst vonandi í lag á næstu dögum.
2 ummæli:
Hlaut að vera! Bloggleysið hefur verið algjört. Vonandi batnar tölvunni fljótt ;)
Já þetta var orðið hrikalegt ástand,....
Skrifa ummæli