sunnudagur, maí 21, 2006
Ja hérna!
Aldrei á ævinni hef ég skemmt mér eins vel yfir Júróvisjón! Það að nokkrir miðaldra þungarokkarar í skrímslabúningum hafi unnið, er ekkert nema snilld. Ég hef aldrei nennt að taka þátt í svona kosningu en Finnar fengu sko mitt atkvæði í ár :)
Mikið rosalega held ég að keppnin á næsta ári verði flott. Þetta var akkúrat það sem þurfti; að rífa þetta aðeins upp úr þessu útburðarvæli sem hefur einkennt keppnina undanfarið.
Lordi rokka!
4 ummæli:
Þetta var bara snilld!
Á maður ekki bara að skella sér til Helsinki á næsta ári??
Og bæ ðe veij, Herra Lordi er árinu yngri en þú vinan! Miðaldra hvað??? :-Þ
Hahahaha! Ókey þá, menn á besta aldri meinti ég ;)
Skrifa ummæli