mánudagur, maí 01, 2006


Countdown to Mt. Hvannadals Peak

Í dag var síðasta æfingin fyrir Hvannadalshnjúk, enda bara 5 dagar til stefnu.

Síðan við byrjuðum að æfa í febrúar hef ég gengið 6 sinnum á Esjuna, þar af þrisvar upp að Steini og þrisvar upp á Þverfellshorn. Auk þess einu sinni á Móskarðshnjúkana, Ármannsfellið, Botnssúlur og Vífilsfell.

Maður er allavega kominn í þokkalegt form og ætti því að geta fengið helling út úr næstu helgi, þ.e. ef við fáum gott veður. Nú veltur allt á því hvort það verður farið upp eða ekki (og já, það eru margir sem þurfa að hætta við eða snúa við á leiðinni vegna veðurs).

En við erum full bjartsýni (þar til annað kemur í ljós)!

(Sé ég krosslagða fingur?)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já fullt af fingrum. Get ekki hætt að dást að duglegheitunum í þér :)

Nafnlaus sagði...

Blessuð,
Gangi þér vel og ég hlakka til að lesa ferðasöguna og sjá kanski eina mynd :)

Bestu kveðjur frá Florida*
Rúna

Sandra sagði...

ég fæ bara endalausa heimþrá við að lesa þetta blogg... en auðvitað massarðu þetta, ég get vottað að þú ert með sérlega góð gen í svona...

góða skemmtuna elsku hrænka ;) sjáumst

eva sagði...

Takk esskurnar! Þið fáið auðvitað ferðasögu og myndir eftir helgi :)

Nafnlaus sagði...

Jæja náðirðu tindinum ? (var það ekki örugglega um helgina?)