laugardagur, apríl 29, 2006
Lazy Town
Óvissuferðin var snilld. Við völdum okkur öll þema, ég valdi kvikmyndir og það var farið með okkur í upptökustúdíóið hjá Latabæ. Ekkert smá gaman að fá að skoða þetta og fræðast um þetta snilldar fyrirtæki. Við fengum að horfa á upptöku og það var vægast sagt fyndið að heyra Sigga sæta kalla: "Who's your Daddy?!" þegar upptakan tókst :D
Síðan var haldið í Mörkina þar sem beið okkar ítalskt hlaðborð. Þar var borðað og blaðrað, drukkið og dansað við tónlist frá skemmtilegri hljómsveit sem ég kann ekki að nefna.
Um ellefu var svo stefnan tekin á Players og dansað fram á nótt í brjálaðri stemmningu. Rölti heim um hálf fjögurleitið og svaf veeeeel og vandlega :)
Ljúft.
1 ummæli:
Great site lots of usefull infomation here.
»
Skrifa ummæli