laugardagur, apríl 15, 2006


Meira labb

Lögðum af stað í morgun í fallegasta veðri sem hægt var að vonast eftir. Stefnan var tekin á Botnssúlur og var glampandi sól og blankalogn alla leiðina upp. Snjór yfir öllu og útsýnið hreint ótrúlegt.

Þegar við vorum komin uppundir kletta á Syðstusúlu skall á hríð. Við ákváðum að hinkra aðeins og sjá hvort myndi létta til, en svo fór að við þurftum að snúa við enda bratt og hált þarna uppi og ekkert vit að brölta um í svona veðri.

Úr þessu náðum við þó fimm klukkutíma labbi og fórum upp í 900 metra hæð sem er nú ekkert til að grenja yfir.

Gerum svo bara aðra atrennu, fyrr en seinna.

P.s. 3 vikur í Hnjúkinn!

1 ummæli:

eva sagði...

Hey, ég ætla bara ekki að láta þurfa draga mig upp á Hnjúkinn ;)