sunnudagur, apríl 02, 2006

Fjúk

Löbbuðum á Esjuna í morgun í brjálaðri Norðanátt. Vorum með vindinn í fangið alla leiðina upp og var varla stætt á köflum. Fórum bara upp að Steini, enda óvíst að ég sæti hérna núna ef við hefðum lagt í klettana í þessu veðri :)

Setti inn nokkrar myndir.

Ef einhver getur bent mér á gott myndakerfi á netinu þá yrði ég ROSAGLÖÐ. Þær tapa svo gæðum á þessu msn-kerfi. Prófaði flickr í dag, en kláraði upload limmitið á nokkrum myndum (og var auðvitað strax boðið að upgrate-a fyrir aðeins $24.95!)

Anyone?

5 ummæli:

eva sagði...

Ok, ég hef þá allavega mánuð til að leita að einhverju öðru :)

Nafnlaus sagði...

já, en gömlu myndirnar haldast alveg inni. þú þarft ekkert að leita þér að annarri síðu, það er bara takmarkað magn af myndum sem þú getur sett inn á mánuði.

eva sagði...

Æ nó. Málið er að ég uploadaði slatta af myndum og fattaði þá að maður þarf að uploada þeim í öfugri röð. Svo ég eyddi þeim út og gat ekki uploadað þeim aftur af því ég var búin með limmitið :)

Asdis sagði...

Ég nota www.photobucket.com. Nokkuð ánægð með það.

Sandra sagði...

http://myndir.ekkert.is/main.php virðist vera eitthvað sniðugt...