laugardagur, apríl 08, 2006


Aaauuumingja E-Mobile

Stóð inni í eldhúsi áðan og var að malla kvöldmatinn þegar síminn hringdi. Í hinum enda línunnar hékk lögreglumaður og var að hringja utanaf bílastæði. Það var sumsé búið að bakka á bílinn minn, og það ekkert smá bakk!

Ég tók ekki einu sinni eftir því hvers konar bíll þetta var sem misþyrmdi E-Mobile svona. Nema hvað hann var STÓR og SVARTUR (og örugglega ljótur líka)!

Greyið Toyan er nú með krumpað húdd og þarf að fara á spítala :/

Jæja, sjitt happens og ég er bara fegin að gaurinn lét vita, en keyrði ekki bara í burtu. Hann hefði hæglega getað komist upp með það, enda sá ekki á hans bíl.

1 ummæli:

Asdis sagði...

Átsj, aumingja Toyotan. Vonandi færðu hann bara borgaðan út svo þú getir farið út í búð og keypt þér annan strax. En... varðandi photobucket, þá geturðu kóperað url fyrir hverja mynd þegar þú ert inni í albúminu, undir hverri mynd koma þrjú mismunandi url, eftir því hvað þú ætlar að nota urlið í. En þú getur líka búið til "gestapassword" þannig að þeir sem hafa það password geti bara skoðað albúmin þín og flett í gegnum allar myndirnar. Ég sendi fólki yfirleitt bara url að þeim myndum sem ég vil sýna.