Melding
Skokkaði á Esjuna á sunnudagsmorgun. Náði þó ekki tímanum sem ég setti mér... skal ná honum næst.
Bíllinn fer á verkstæði á þriðjudaginn eftir páska. Fær nýtt húdd og grill, sem er ekki eins slæmt og það leit úr fyrir í fyrstu.
Á meðan krúsa ég um bæinn á Toyota Yaris dós í boði Tryggingamiðstöðvarinnar.
Framundan er kærkomið páskafrí sem verður notað í alvöru fjallaklifur, páskaeggjaát og afslöppun þar á milli.
Veriði góð.
1 ummæli:
Segðu. Þetta er eins og að keyra saumavél. Corollan er kannski engin drossía en ég sakna hennar samt!
Skrifa ummæli