sunnudagur, apríl 23, 2006
Ekki samt Coca Cola
Gengum á Vífilsfell í morgun. Hef gengið á það einu sinni áður, þegar ég var held ég 17 ára. Fengum frekar skrautlegt veður, allt frá logni og sólskini upp í haglél og stífa suðvestanátt... sem var þó mun betra en rigningin sem hafði verið spáð. Vífilsfell er rosalega flott fjall, þó það sé ekkert sérstaklega hátt, tæpir 600m. Blanda af stórgrýti og móbergsklettum, og ekki spillti fyrir hvað það var fallega skreytt með snjó til að auka á contrastinn.
2 vikur í Hnjúkinn. Allir að krossa fingur svo við fáum gott veður!
2 ummæli:
Alltaf sami krafturinn í þér kona !
Gangi þér vel þegar þú ferð á hnjúkinn !
Sólarkveðjur frá Danaveldi !
Halldóra Valkyrja !
Sé að þú hefur gefið þig fjöllunum á vald, gaman að þessu og get ímyndað mér vellíðanina eftir svona ferðir..kveðja, Gurrý
Skrifa ummæli