
Bloggleti
Selma fermdist um síðustu helgi og gekk allt vel og allir sáttir og ánægðir með athöfnina, veisluna og myndatökuna. Mikið er ég samt fegin að hafa klárað þetta allt á einum degi. Hef nefnilega heyrt af fólki sem var með þetta þrennt allt sinnhvern daginn, með þremur fermingargreiðslum, fataskiptum, meiköppi og tilheyrandi. Nej tak.
Setti inn myndir á síðuna hennar Júlíu.
Labbaði ekkert um síðustu helgi, enda allir uppteknir við að halda veislur eða mæta í annara manna veislur. Er að spá í að skoða Esjuna í fyrramálið. Svo verður tekið vel á því um páskana.
5 vikur í Hvannadalshnjúk! Vona bara að veðrið klikki ekki.
2 ummæli:
Innilega til hamingju með Selmu litlu. Það er ekki fyndið hvað hún er ennþá alveg eins og snýtt út úr nösinni á pabba sínum! Það hefur bara aðeins tognað úr henni frá því ég sá hana fyrst...
Takk, takk!
Hehe, já það fer ekkert á milli mála undan hverjum hún er þessi elska :)
Skrifa ummæli