laugardagur, apríl 01, 2006
Bloggleti
Selma fermdist um síðustu helgi og gekk allt vel og allir sáttir og ánægðir með athöfnina, veisluna og myndatökuna. Mikið er ég samt fegin að hafa klárað þetta allt á einum degi. Hef nefnilega heyrt af fólki sem var með þetta þrennt allt sinnhvern daginn, með þremur fermingargreiðslum, fataskiptum, meiköppi og tilheyrandi. Nej tak.
Setti inn myndir á síðuna hennar Júlíu.
Labbaði ekkert um síðustu helgi, enda allir uppteknir við að halda veislur eða mæta í annara manna veislur. Er að spá í að skoða Esjuna í fyrramálið. Svo verður tekið vel á því um páskana.
5 vikur í Hvannadalshnjúk! Vona bara að veðrið klikki ekki.
2 ummæli:
Innilega til hamingju með Selmu litlu. Það er ekki fyndið hvað hún er ennþá alveg eins og snýtt út úr nösinni á pabba sínum! Það hefur bara aðeins tognað úr henni frá því ég sá hana fyrst...
Takk, takk!
Hehe, já það fer ekkert á milli mála undan hverjum hún er þessi elska :)
Skrifa ummæli