Labb
Labbið heldur áfram og í morgun varð Ármannsfellið fyrir valinu. Það er sumsé staðsett á Þingvöllum og telur eitthvað yfir 700 metra af hæsta punkti.
Reyndar bailuðu báðir félagar mínir svo ég fékk að troða mér inn á hinn hópinn sem er líka að æfa sig fyrir sömu ferð.
Við lögðum af stað í svartaþoku, bjartsýn á að henni myndi nú létta. Þegar við komum heim fimm tímum seinna var enn svartaþoka og auk þess farið að rigna.
En labbið var fínt, við fórum upp á topp (auðvitað) og héldum svo áfram og niður hinum megin. Þurftum svo auðvitað að labba hálfan hring í kringum fjallið til að komast að bílnum :)
1 ummæli:
Sæl og blessuð Eva, ´vá hvað er margt að gerast hjá þér, mér líst alveg stórvel á þetta labb eða klöngur um fjöll og fyrnindi, einhvern tíma verð ég nú svo fræg að klífa þó ekki sé nema Esjuna! Bestu kveðjur, Gurrý
Skrifa ummæli