sunnudagur, mars 05, 2006


Hér sé stuð

Árshátíðin var algjörlega frábær. Maturinn var æði, allir réttirnir sem einn.

Felix Bergsson stóð sig vel sem veislustjóri og svo kom Jóhannes eftirherma og allir grétu úr hlátri.

Þá var komið að upphitunarbandinu - Hundur í óskilum. Af hverju hef ég aldrei heyrt af þessu bandi?! Þessir gaurar eru ótrúlegir! Það lá allur salurinn í gólfinu og fólki var orðið alveg sama hvort Stuðmenn kæmu eða ekki.

Jæja, þeir komu nú samt og voru auðvitað frábærir líka. Andrea Gylfa söng með þeim, sem kom flott út.

Kom heim klukkan fimm og var vöknuð klukkan átta. Þrátt fyrir að hafa byrjað gærdaginn á Esjulabbi og endað hann á dansgólfinu. Maður er náttúrulega ekki alveg eðlilegur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá fórstu aftur á Esjuna, enginn smá kraftur!!!

eva sagði...

Jább, og svo eru það Móskarðshnjúkarnir næsta laugardag. Eins gott að æfa sig ef maður ætlar að klífa Hvannadalshnjúk í maí :)