laugardagur, mars 11, 2006
Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir hnjúkar...
Vaknaði til að fara að pissa klukkan eitt í nótt. Varð litið út um gluggann og sá mér til hrellingar að snjó kyngdi niður eins og honum væri borgað fyrir það.
Við labbararnir létum það ekki á okkur fá og héldum af stað klukkan átta í morgun, með stefnuna á Móskarðshnjúkana.
Þetta var fín æfing, allt snævi þakið og útsýnið frábært (þennan stutta tíma sem þokunni létti sko).
Komin heim um hádegið, vel sátt og hlakka til næsta laugar-labbdags :)
Myndir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli