fimmtudagur, apríl 20, 2006
Gleðilegt sumar!
Fannst við hæfi að byrja daginn á því að labba á Esjuna. Komum svo við á kaffihúsi á heimleiðinni og fengum okkur brauð og yl í kroppinn.
Fór með bílinn á verkstæði í fyrradag og hann var tilbúinn í gær. Búið að skipta um húdd og grill og laga smá dæld á stuðaranum og svo auðvitað sprauta allt saman. Hröð þjónusta þar!
Ég er nú samt farin að kíkja aðeins í kringum mig og spá í að skipta á meðan ég fæ ennþá eitthvað fyrir þennan. Tók góðan bílasölurúnt eftir hádegið og skoðaði helling. Er dálítið spennt fyrir Subaru Forester, enda er hann líklega næst því sem komist verður að vera jeppi, án þess að vera jeppi... ef þið skiljið mig. Svo fær hann rosalega góða dóma þegar kemur að bilunum... eða ekki bilunum.
Þeir eru nokkrir þarna úti á sölunum og einn eða tveir sem kæmu hugsanlega til greina. Ætla samt ekki að flana út í neitt en bíða aðeins og sjá hvort það kemur einn á góðum díl.
2 ummæli:
Mæli líka með Hyundai Santa Fe ef þú ert að spá í jeppa, en samt ekki jeppa. Hyundai hefur komið rosalega vel út í bilanatíðni undanfarin ár.
Ég er sko alltaf á leiðinni! (Trúðu mér, ég er alltaf á leiðinni til fleira fólks en þín)
En þú ert efst á listanum, nú fer ég að drífa mig, ég looofa! :)
Skrifa ummæli