laugardagur, janúar 13, 2007


Ekki örvænta

Flestir hafa örugglega orðið varir við veikindafárið síðustu vikur, ef þeir hafa þá ekki sjálfir lagst í bælið.

Annar hver maður hefur legið með hor og hausverk og margir gubbandi í ofanálag. Tveir sem ég þekki lágu í rúminu í þrjár vikur!

Í ljósi þessa fannst mér skondið að lesa eftirfarandi frétt á visir.is í gær:

"Flensan hefur enn ekki stungið sér niður, en læknar segja varla langt að bíða hennar, enda komi hún yfirleitt á þessum árstíma".

Þannig að fyrir ykkur sem voruð skilin útundan (eins og ég), er ennþá von til að ná sér í nokkur míkróskópísk gæludýr.

3 ummæli:

Nói sagði...

Wee! Þá er nú gott að vera kominn burt af skerinu.

eva sagði...

Já, af því að eins og allir vita ferðast flensan ekki til DK :Þ

Nói sagði...

haha :þ