fimmtudagur, janúar 11, 2007

Ó, nei... ekki KONUR!

Sá frétt í dag á mbl.is þar sem Vatíkanið gagnrýnir Dakar rallíið og meint ábyrgðarleysi aðstandenda þess. Í fréttinni kemur meðal annars fram að "...alls hafa 54 látist í tengslum við keppnina frá upphafi, þar á meðal eru átta börn og tvær konur."

Ókey, ég skil alveg að það sé tekið sérstaklega fram að börn hafi verið þarna á meðal. En af hverju konur? Af hverju er hvergi minnst á að x margir karlar hafi látist?

Þetta er auðvitað bara eitt af milljón svona dæmum þar sem setningin "konur og börn" hefur glumið í eyrum.

Ég get ekki lesið annað út úr svona frétt en að það sé mun hræðilegra að kona láti lífið en karl. Er það meint varnarleysi okkar sem gerir okkur að svona miklum fórnarlömbum?

Maður spyr sig...

1 ummæli:

Nói sagði...

Já þetta kalla ég fáránlega frétt.