Gleðilegt sumar!
Og takk fyrir veturinn, sem var nú svosem ekki mikill vetur.
Veðrið er yndislegt, sem hlýtur að lofa góðu. Svo fraus vel saman í nótt, var 5 stiga frost þegar ég fór á fætur klukkan sex.
Fannst tilvalið að byrja sumarið á því að labba á Esjuna. Hafði ekki heimsótt hana síðan í fyrravor.
Setti inn nokkrar myndir...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli