föstudagur, ágúst 31, 2007

Hvað nú?

Í dag er föstudagurinn 31. ágúst. Í dag er ég rúmlega 34 ára. Í dag eru 12469 dagar síðan ég leit fyrst dagsins ljós. Hvert er ég að fara með þessu?

Well.

Í dag fann ég grátt hár. Í mínu eigin rauðbirkna höfði.

Ég veit ekki alveg hvernig mér á að líða. Er þetta bara að verða búið? Get ég bara pakkað saman, og kvatt þennan heim? Slökkt ljósin, skellt í lás og hent lyklinum?

Ég veit ég má ekki láta bugast. Vera sterk og reyna að horfa björtum augum fram á við. Það er það sem blívur á svona stundum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stend með þér

eva sagði...

*andvarp* Takk.

Asdis sagði...

Er þetta ekki ástæðan fyrir því að hárlitunarþeingí var fundið upp?