
Mér fannst fyrsti vetrardagur reyndar tekinn full hátíðlega, þó snjórinn hafi vissulega lífgað upp á skammdegið. Í 'myndir' hérna til hægri má finna nokkrar frá helginni.
birt án ábyrgðar og ber ekki að taka of alvarlega
"Lögregla var kölluð að fjölbýlishúsi í Kópavogi upp úr miðnætti, þar sem kona var út á svölum og öskraði. Hún tjáði lögreglumönnunum að hún birgði svo mikla reiði inni í sér að hún yrði að öskra, hverju sem tautaði og raulaði.
Lögreglumennirnir höfðu skilning á því og buðu henni í bíltúr út fyrir bæinn til að klára málilð, sem hún þáði. Eftir að hafa öskrað nokkra stund uppi í Heiðmörk, var hún tilbúin til að fara heim að sofa, og hefur ekki verið kvartað meira undan henni síðan."
(af visir.is)